Innlent

Ekkert heitt vatn í Neðra-Breiðholti - kalt í húsunum

Hitaveitulögn fór í sundur.
Hitaveitulögn fór í sundur. Mynd/AÓ
Háspennubilanir í Kópavogi olli því að rafmagnslaust varð á stóru svæði á höfuðborginni í gær og meginæð hitaveitu í Mjóddinni brast. Varað var við slysahættu við Garðheima í gærkvöldi þar sem skemmdir urðu á hitaveitulögninni.

Stuttu eftir klukkan tíu í gærkvöldi var rafmagn komið á í Kópavogi. Íbúar Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar voru hins vegar varaðir við truflunum á heitavatnskerfinu.

Enginn viðvörun barst til íbúa Breiðholtsins sem margir hverjir hafa þurft að glíma við rafmagnsleysi og heitavatnsskort síðan níu í gærkvöldi.

Klukkan níu í morgun sendi Orkuveitan frá sér póst þar sem kemur fram að Orkuveitan vonast til þess að heitt vatn komist á í raðhúsahverfinu í Neðra Breiðholti ofan Mjóddarinnar og í einstaka húsum í Mjóddinni.

Íbúum er bent á að gæta að því að hafa opna ekki fyrir heitavatnskrana í ógáti meðan á viðgerð stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×