Innlent

Jón Gnarr í opinberri heimsókn í Dyflinni

Jón Gnarr ásamt Gerry Breen borgarstjóra
Jón Gnarr ásamt Gerry Breen borgarstjóra Mynd/Irish Times/Cyril Byrne
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík er ásamt fylgdarliði í opinberri heimsókn í Dyflinni þessa dagana í boði Gerry Breen borgarstjóra Dyflinnar.

Irish Times greinir frá heimsókninni á vefútgáfu sinni í dag og segir frá því hvernig Besti flokkurinn vann stór sigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrra. Flokkurinn hafi boðið fram sem einhvers konar mótframboð þeirra sem fengið hefðu nóg af svikum hefðbundinna stjórnmálamanna, undir kjörorði um að svíkja öll loforð.

Haft er eftir Jóni að ríkisstjórn Íslands hafi ekki notið sannmælis í baráttu hennar við afleiðingar kreppunnar á Íslandi. Honum skildist að aðgerðir Íslendinga vegna kreppunnar væru einstakar, þótt fólk tæki hlutunum yfirleitt sem gefnum.

Jón sagði að ekki væru Ísland og Írland einungis lítil lönd. Heimurinn allur væri lítill, því Patrick Breen bróðir borgarstjórnans í Dyflinni, væri þjónandi kaþólskur prestur í Reykjavík.

Gerry Breen sagði að brandarinn um að munurinn á því sem gerðist á Íslandi og Írlandi væri einn bókstafur og sex mánuðir væri orðinn þreyttur. Staðreyndin væri að það sem gerðist á Íslandi hafi tekið tvö ár að koma fram á Írlandi.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×