Innlent

Hjólamenn hittast á Lækjartorgi

Áhugamenn um hjólreiðar og hjólamenningu ætla að hittast á Lækjartorgi klukkan hálf sex í dag undir merkjum Critical Mass. Þessi atburður mun vera iðkaður í fleiri en 300 borgum um allan heim en þá kemur fólk saman síðasta föstudag hvers mánaðar til að „endurheimta göturnar fyrir heilbrigðari ferðamáta.“

„Í reykjavík eru aðstæðurnar fyrir hjólafólk einfaldlega hættulegar. Söfnumst saman til þess að krefjast umhugsunar og rýmis,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Allir sem vettlingi geta valdið eru því hvattir til að safnast saman á hvers kyns ómengandi farartækjum í dag klukkan hálfsex. „Taktu með skilti, ljós, tónlist, bjöllur, borða og vini ef þú getur,“ segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×