Innlent

Bjarni Benediktsson kom oftast fram í fréttum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom oftast fram í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins í fyrra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom oftast fram í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins í fyrra.
Bjarni Benediktsson kom oftast fram af öllum þingmönnum í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins í fyrra. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Undanskildir í svarinu eru þeir þingmenn sem einnig eru ráðherrar.

Bjarni kom 79 sinnum fram í sjöfréttum á þessum tíma. Næstoftast kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fram í sjöfréttum, eða 49 sinnum. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kom fram 22 sinnum. Bjarni Benediktsson kom líka oftast fram í sexfréttum Ríkisútvarpsins og Sigmundur Davíð næstoftast.

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor er sá álitsgjafi sem oftast kom fram í Speglinum á síðasta ári. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur kom næstoftast fram og því næst Gunnar Helgi Kristinsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×