Innlent

Vilja ekki kjósa að nýju til stjórnlagaþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur ógilti kosningarnar til stjórnlagaþings. Mynd/ Pjetur.
Hæstiréttur ógilti kosningarnar til stjórnlagaþings. Mynd/ Pjetur.
Fólkið sem var kosið til þess að sitja á stjórnlagaþingi mun skipa sérstakt stjórnlagaráð sem verður ráðgefandi við Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Þetta eru niðurstöður þingmannanefndar sem fékk það hlutverk að fjalla um málið. Stjórnlagaráðið mun vinna eftir sömu lögum sem sett voru um stjórnlagaþing og munu skila niðurstöðum fyrir lok júní.

Eins og alkunna er var kosið til stjórnlagaþings í lok nóvember. Kosningarnar voru aftur á móti dæmdar ógildar. Eftir það lék vafi á því hvort kjósa ætti að nýju til stjórnlagaþingsins eða vinna úr málinu með öðrum hætti. Nú liggur sem sagt fyrir að ekki verður kosið að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×