Innlent

Össur: Gaddafi sekur um stríðsglæpi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að ef fregnir frá Líbíu séu réttar þá hafi Gaddafi leiðtogi landsins gerst sekur um stríðsglæpi. Össur sagði fregnir greina frá því að flugvélum og þungum vopnum hafi verið beitt gegn saklausu fólki. "Íslenska ríkisstjórnin fordæmir mjög harkalega framferði stjórnvalda í Líbíu,“ bætti hann við.

Össur sagði gleðilegt að sjá þá stillingu sem stjórnvöld hafa viðhaft í flestum öðrum löndum á svæðinu þar sem almenningur hefur risið upp. Íslenska ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að leggja vogarskálar sínar til þess að vilji fólksins í þessum löndum nái fram að ganga. Margrét Tryggvadóttir spurði Össur út í ástandið í Líbíu í óundirbúnum fyrirspurnartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×