Innlent

Lögðu hald á kannabis og stera

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um 800 gröm, af kannabisefnum og talsvert magn af sterum, sem hún fann við húsleit í íbúð í Kópavogi á föstudag.

Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Um helgina voru svo fimm ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Einn var tekinn á föstudagskvöld, tveir á laugardag og tveir á sunnudag. Þetta voru þrír karlar á aldrinum 24-33 ára og tvær konur, 27 og 33 ára. Sú eldri hafði þegar verið svipt ökuleyfi.

Níu ökumenn voru síðan teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Fimm þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðabæ og Mosfellsbæ.

Tveir voru teknir á föstudagskvöld, einn á laugardag og sex á sunnudag. Þetta voru sjö karlar á aldrinum 17-60 ára og tvær konur á þrítugsaldri.

Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×