Innlent

Síðustu Þorrablótin á Suðurlandi fóru vel fram

Nú um síðastliðna helgi lauk Þorrablótum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þau voru þrjú að tölu, að Laugalandi í Holtum, Heimalandi undir Eyjafjöllum og síðan að Eyrarlandi í Reynishverfi í Mýrdal.

„Öll fóru þau mjög vel fram og ekki var tilkynnt um neina pústra eða líkamsárásir á blótunum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu og það tekið fram að öll blót vetursins hafi farið vel fram.

„Mikið og virkt eftirlit á þessum stöðum skilaði sér einnig vel þar sem enginn var stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í tengslum við Þorrablótin. Viljum við þakka það góðu eftirliti og einnig vonum við að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað og að menn geri sér grein fyrir alvarleika þess að aka  undir áhrifum áfengis.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×