Innlent

Ganga Laugaveginn til styrktar góðu málefni

Hópur fólks frá Jersey á Ermarsundi ætlar að ganga Laugaveginn í  haust til styrktar góðu málefni.

Með göngunni ætlar hópurinn að safna fé með áheitum fyrir góðgerðastofnun sem annast fatlað fólk sem getur ekki séð um sig sjálft. Um er að ræða The Jersey Cheshire Home sem staðsett er í bænum St. Helier.

Í frétt um málið á BBC segir að stofnunin fá ákveðinn styrk frá stjórnvöldum til starfsemi sinnar en að hann dugi ekki til og því þurfi stofnunin fjárframlög frá almenningi til að geta starfað.

Laugavegsgangan verður dagana 10. til 15. september í haust og allir sem orðnir eru 18 ára í Jersey geta tekið þátt í henni. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu The Jersey Cheshire Home. Þar segir jafnframt að um ágætt tækifæri sé að ræða fyrir þá sem vilja upplifa einstaka náttúru Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×