Innlent

Búið að losa sprengiefnið úr Goðafossi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Goðafoss strandaði á fimmtudag. Mynd/ afp.
Goðafoss strandaði á fimmtudag. Mynd/ afp.
Tveir gámar sem voru fullir af sprengiefni voru fluttir úr Goðafossi um tíuleytið í morgun að íslenskum tíma. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að verkið hafi gengið mjög vel. Aftenposten segir jafnframt að í skipinu sé málningaþynnir og etanól sem gæti skapað eldhættu.

Olav Pettersen, einn þeirra sem stjórnar aðgerðum fyrir hönd umhverfisstofnana sem reyna að koma í veg fyrir olíumengun á svæðinu, segir að aðgerðir séu erfiðar núna. Það séu ísinn og kuldinn sem geri mönnum erfitt fyrir, en þarna á svæðinu er um 20 gráðu frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×