Innlent

Áreitni í sumarbústað: Stjórnandinn hættur

Samstarfsmenn Stefáns fengu tölvupóst í morgun þar sem það var tilkynnt að hann hefði látið af störfum hjá fyrirtækinu
Samstarfsmenn Stefáns fengu tölvupóst í morgun þar sem það var tilkynnt að hann hefði látið af störfum hjá fyrirtækinu
Starfsmaður Isavia, sem áreitti samstarfskonu sína kynferðislega, hefur látið af störfum. Isavia var fyrir skömmu dæmt til að greiða konunni bætur vegna málsins.

Stefán Thordersen var framkvæmdarstjóri öryggissviðs Keflavíkurflugvallar. Hann var hvorki ákærður né dæmdur fyrir kynferðilsega áreitni en fyrrtækið sem hann vann hjá, Isavia, var hins vegar dæmt til að greiða konu tæpar tvær milljónir fyrir að hafa ekki tekið rétt á málum þegar hún kvartaði undan því að Stefán hefði áreitt hana kynferðislega.

Samstarfsmenn Stefáns fengu tölvupóst í morgun þar sem það var tilkynnt að hann hefði látið af störfum hjá fyrirtækinu en engar útskýringar voru gefnar.

Aðildarfélög BSRB, Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og SFR héldu sameiginlegan fund um þetta mál í síðustu viku og kom þar fram mikil óánægja með viðbrögð Isavia vegna þessa máls.

Formenn félaganna þriggja fóru í kjölfarið fram á fund með forstjóra og stjórnarformanni Isavia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×