Innlent

Samtök lífrænna neytenda stofnuð í kvöld

Oddný Anna Björnsdóttir
Oddný Anna Björnsdóttir Mynd Pálmi
Stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda verður haldinn í kvöld. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi með velferð almennings, búfjár og umhverfisins að leiðarljósi.

Markmiðið er að efla miðlun upplýsinga um lífrænar afurðir og framleiðslu þeirra, hvetja til aukinnar neyslu á vottuðum lífrænum vörum, vekja athygli á kostum lífrænna aðferða og nauðsyn bættrar meðferðar búfjár, veita markaðinum aðhald um bættar merkingar og aukið framboð lífrænna afurða, og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl og heilnæmu umhverfi.

Fundurinn hefst klukkan 19.30 í Norræna húsinu. Formlegri dagskrá lýkur klukkan 21:30 en húsið verður opið til klukkan 22:00.

Á stofnfundinum gefst fólki kostur á að skrá sig í framkvæmdanefnd eða starfshópa. Meðal þeirra hópa sem gert er ráð fyrir að stofna eru hópar um velferð búfjár, garðyrkju, og erfðabreytingar og einræktun.

Í undirbúningshópi vegna stofnunar samtakanna sitja fulltrúar víða, svo sem framkvæmdastjóri vottunarsofunnar Túns, brautarstjóri garðyrkju hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og markaðsstjóri Yggdrasils.

Facebook-síða samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×