Innlent

Vítisenglarnir koma til landsins síðdegis á morgun

Einar Bomm Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi.
Einar Bomm Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi.
Von er á íslensku Vítisenglunum til Ísland síðdegis á morgun en norsk yfirvöld vísuðu þeim úr landi eftir að þeir voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í gær. Þá sagði varðstjóri lögreglunnar að mennirnir, sem voru átta, væru í öryggisgæslu þar sem erindi þeirra til landsins var kannað.

Í ljós kom að mennirnir ætluðu sér að hitta norska Vítisengla í þeim tilgangi að ganga formlega í samtök Hells Angels, sem yfirvöld víðsvegar um heiminn, hafa skilgreint sem skipulögð glæpasamtök.

Mennirnir kærðu ákvörðunina og vildu fá að dvelja í landinu þar til ákvörðun væri formlega tekin. Því var þó hafnað. Því koma þeir til landsins í dag.

Leiðrétting: Í fyrstu fréttinni kom fram að Vítisenglarnir íslensku kæmu heim síðdegis í dag. Þær upplýsingar reyndust rangar. Von er á mönnum á morgun. Vísir biðst afsökunar á þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×