Innlent

Árni Páll: Engin evra þýða áframhaldandi gjaldeyrishöft

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ef Ísland tekur ekki upp evru sé fyrirséð að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera. Þetta sagði hann í samtali við Bloomberg fréttaveituna í gær.

Það fari hins vegar allt eftir því hvernig peningamálastefna verði hér á landi til framtíðar, hvort Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evru eða haldi áfram í krónuna.

Þá sagði hann að ekki verði hægt að slaka á gjaldeyrishöftunum fyrr en búið væri að leysa Icesave-deiluna. Án þess verði hagvöxtur áfram veikur, atvinnuleysi mikið og gengi krónunnar lágt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×