Innlent

Um 400 þúsund baðgestir sóttu Ylströndina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ylströndin í Nauthólsvík.
Ylströndin í Nauthólsvík.
Áætlað er að um 400 þúsund baðgestir hafi sótt Ylströndina í Nauthólsvík í fyrra. Ylströndin var opnuð árið 2000 og fékk Bláfánann árið 2003 en hann er alþjóðleg vottun sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir framúrskarandi vistvæna umgengni og meðhöndlun úrgangs. Örverufræðileg gæði baðvatnsins hafa reynst góð. Þetta kom fram hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á ráðstefnu um Umhverfismengun á Íslandi í liðinni viku. Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með Ylströndinni en hún flokkast sem náttúrulaug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×