Innlent

Gefur Fjölskylduhjálpinni pening í staðinn fyrir að halda opnunarpartý

Friðrik afhendir Ásgerði Jónu Flosdóttur, formanni Fjölskylduhjálparinnar, þrjú hundruð þúsund krónur.
Friðrik afhendir Ásgerði Jónu Flosdóttur, formanni Fjölskylduhjálparinnar, þrjú hundruð þúsund krónur. Mynd/Vilhelm
„Ég hef ekkert á móti því að drekka kampavín, en mér finnst að allir eigi að hafa efni á því," segir Friðrik Weishappel, sem ákvað að gefa Fjölskylduhjálp Íslands, þrjú hundruð þúsund krónur í staðinn fyrir að halda opnunarpartý á nýjum stað sem hann er að fara opna á næstunni.

Staðurinn heitir Laundromat Cafe og er staðsettur í Austurstræti.

„Við vorum með þrjú hundruð þúsund krónur til að halda opnunarhóf en svo fór ég að hugsa þetta og fannst þetta voðalega skringilegt. Ég ákvað svo að gefa Fjölskylduhjálp Íslands peninginn frekar, mér fannst það eðlilegra," segir Friðrik.

Það verður því ekkert opnunarpartý þegar staðurinn opnar 12. mars næstkomandi. „En hurðin verður opin, það er þægilegra að opna stað þannig þá kemur fólk í eðlilegri fasa. Staðurinn nær að vakna til lífsins með því en ekki risapartý þar sem 300 manns verður boðið," segir Friðrik og tekur fram að sér líði voðalega vel með að gefa peninginn í gott málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×