Innlent

Kynnir viðbrögð við skipulagðri glæpastarfsemi - í beinni á Vísi

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.
Blaðamannafundur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til í dag klukkan tvö verður í beinni útsendingu á Vísi. Umfjöllunarefni fundarins er skipulögð glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda við henni. Auk ráðherra munu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum, Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Snorri Olsen tollstjóri fjalla um efnið.


Tengdar fréttir

Víðtækari heimildir lögreglu boðaðar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn.

Lögregla óttast stríð Vítisengla og Útlaga

Lögregla óttast nú að það stefni hraðbyri í átök eða uppgjör hér á landi á milli áhangendaklúbba tveggja stærstu vélhjólagengja veraldar, Hells Angels og Outlaws. Þetta er ein meginástæða þess að nú er í smíðum í innanríkisráðuneytinu frumvarp til laga sem veita á lögreglunni víðtækari heimildir til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill efla lögregluna til að taka á starfsemi glæpahópanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×