Innlent

Varúð: Hættuleg pressukanna í umferð

Stórhættuleg pressukanna.
Stórhættuleg pressukanna.
IKEA biður viðskiptavini sem eiga FÖRSTÅ pressukönnu fyrir kaffi/te vinsamlegast um að hætta strax að nota vöruna og skila henni aftur til IKEA samkvæmt tilkynningu sem verslunin sendi frá sér.  Ikea mun endurgreiða vöruna að fullu.

Málmhaldarinn veldur þrýstingi á glerkönnuna sem getur orðið til þess að glerið brotnar óvænt og hætta skapast á bruna og brunasárum.

IKEA um allan heim hefur fengið alls 20 tilkynningar um könnur sem hafa brotnað, þar með talið 12 tilkynningar um bruna vegna þess að kaffi/te hefur hellst niður og eina tilkynningu um brunasár.

FÖRSTÅ pressukanna fyrir kaffi/te í tveimur stærðum, 0,4l og 1l var seld í IKEA verslunum um allan heim frá febrúar til desember 2010.

IKEA stefnir vöruöryggi aldrei í hættu samkvæmt tilkynningunni og mælir með því að allir viðskiptavinir skili pressukönnunni og fái hana að fullu endurgreidda.

Ikea biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda og bendir viðskiptavinum á að hafa samband í síma 520-2500 til að fá ítarlegri upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×