Innlent

Goðafoss mengar líka í Svíþjóð

Goðafoss í Noregi.
Goðafoss í Noregi.
Olíuleka varð vart frá flutningaskipinu Goðafossi, þegar það var á leið frá Noregi til skipasmíðastöðvar á Fjóni í gærkvöldi, þar sem á að gera við það eftir strandið við Noregsstrendur nýverið.

Sænska strandgæslan ætlar að rannsaka málið formlega og um tíma var óljóst hvort það fengi að halda inn í danska lögsögu.

Það var þó leyft, eftir að hreinsunarskip hafði verið sent til móts við skipið, sem er væntanlegt til hafnar í Danmörku í dag.

Þá hafði flugvél sænsku strandgæslunnar flogið yfir skipið og var lekinn metinn minniháttar.

Sigling Goðafoss þessa leið var með fullu samþykki viðkomandi yfirvalda í Noregi og Svíþjóð, eftir bráðabirgðaviðgerð á botni þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×