Innlent

Bílvelta á Norðurlandi - Gekk blóðugur að næsta bæ

Vörubíllinn var fullfermdur af þorski.
Vörubíllinn var fullfermdur af þorski.
Ökumaður á stórum flutningabíl var hætt kominn þegar bíll hans rann út af veginum í Kelduhverfi á Norðurlandi í nótt og valt.

Við það splundraðist flutningahúsið og tíu tonn af ferskum þorski dreyfðist út um allt.

Ökumaðurinn klemmdist fastur i ökumannshúsinu, sem skemmdist mikið, og náði hann ekki til farsímans.

Honum tókst loks, með harðfylgi, að losa sig, brjóta sér leið út um framrúðuna og ganga til næsta bæjar, þangað sem hann kom þrekaður, meðal annars vegna mikils blóðmissis úr djúpum skurði á öðrum handlegg.

Heimilisfólkið hlúði að honum þar til sjúkrabíll kom og flutti hann á sjúkrahúsið á Húsavík, þar sem hann dvelur nú. Krapi og hálka voru á veginu þar sem slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×