Innlent

Sjálfstæðismenn óska skýringa umhverfisráðherra

Birgir Ármannsson situr sem fulltrúi Sjálfstæðismanna í umhverfisnefnd Alþingis, ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni.
Birgir Ármannsson situr sem fulltrúi Sjálfstæðismanna í umhverfisnefnd Alþingis, ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni.
Kristján Þór Júlíusson og Birgir Ármannsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Alþingis, óska eftir opnum fundi umhverfisnefndar vegna staðfestingar Svandísar Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, á verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. 

Þeir óska eftir að umhverfisráðherra mæti til fundarins og upplýsi nefndina um hvernig samráði við helstu hagsmunaaðila hafi verið háttað varðandi takmarkanir á útivist, umferð og veiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðsins.

Ennfremur er þess óskað að ráðherra færi á fundinum fram rökstuðning sinn fyrir þeim takmörkunum á aðgengi sem ráðherrann hefur staðfest í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×