Innlent

Framsóknarflokkurinn tapaði 41 milljón árið 2009

Framsóknarflokkurinn var rekinn með tæplega 41 milljón kr. tapi árið 2009 en flokkurinn hefur nú skilað inn ársreikningi sínum til Ríkisendurskoðunar fyrir það ár.

Fram kemur að tekjur flokksins árið 2009 námu rétt rúmlega 105 milljónum kr. og höfðu aukist um 29 milljónir kr. frá árinu áður. Gjöldin voru tæplega 124 milljónir kr. og jukust um tæplega 74 milljónir kr. frá árinu áður. Þá námu fjármagnsgjöld flokksins tæpum 22 milljónum kr. árið 2009 en lækkuðu mikið frá árinu á undan þegar þau voru tæplega 84 milljónir kr.

Eignir flokksins í árlok voru 134,4 milljónir kr. en skuldir aftur á móti 252,6 milljónir kr.

Framlög til flokksins, fyrir utan 53,5 milljónir frá ríkinu, voru samtals um 18 milljónir kr. Þar af voru rúmlega 12 milljónir kr. frá lögaðilum og tæplega 6 milljónir kr. frá sveitarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×