Innlent

Heimilisofbeldi í Vestmannaeyjum og fyrsti ölvunaraksturinn

Vestmannaeyjar. Myndin er úr safni en hana tók Óskar P. Friðriksson.
Vestmannaeyjar. Myndin er úr safni en hana tók Óskar P. Friðriksson. MYND/Óskar P. Friðriksson
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Kona kærði þá sambýlismann sinn fyrir ofbeldi. Hún náði hinsvegar að flýja manninn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlaut konan ekki alvarlega áverka. Málið er í rannsókn.

Að kvöldi 21. febrúar var svo tilkynnt um umferðarslys á Kirkjuvegi en þar hafði kona, sem var á leið yfir götuna, orðið fyrir bifreið sem ekið var suður götuna.  Konan var flutt á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Eitt rifbein brotnaði við höggið og annað lungað féll saman, auk þess sem konan var marinn.

Einn ökumaður var stöðvaður síðustu helgi vegna gruns um ölvun við akstur. Er þetta fyrsti ölvunarakstur ársins hjá umdæmi lögreglunnar í Vestmannaeyum.  Þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir að leggja ólöglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×