Innlent

Ísland í áttunda sæti yfir hæstu lágmarkslaunin

Fólk. Myndin er úr safni.
Fólk. Myndin er úr safni.
Ísland er í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hæstu lágmarkslaunin samkvæmt könnun Evrópusambandsins og greint er frá í fréttabréfi ASÍ.

Landið sem er með hæstu lágmarkslaunin er Lúxemborg. Það vekur athygli að Ísland er ennþá í hópi þeirra ríkja Evrópu sem er með hæstu lágmarkslaunin, þrátt fyrir efnahagslegt hrun hér á landi.

Ef staða Íslands í þessum hópi er skoðuð áður en gengi íslensku krónunnar hrundi í september 2008, kemur í ljós að lágmarkslaun á Íslandi voru næsthæst í þessum flokki en hefur hrapað niður í það neðsta vegna gengishrunsins. Hægt er að lesa fréttabréf ASÍ í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×