Innlent

Fækkun tilkynninga til barnaverndarnefnda

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 1% á árinu 2010 samanborið við árið 2009.

Fjöldi tilkynninga á árinu 2010 var 9.233, en 9.327 árið á undan.

Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,3% árið 2010, en 46,3% árið 2009.

Kanna sérstaklega neyslu foreldra og heimilisofbeldi

Í sískráningu barnaverndarnefnda var á árinu 2009 í fyrsta sinn spurt sérstaklega um áfengis-og fíkniefnaneyslu foreldra og heimilisofbeldi.

Á árinu 2010 var hlutfall tilkynninga þar sem tilkynnt var um vanrækslu og fram kom að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu 7,3%. Árið 2009 var hlutfallið 8,8%.

Í tilkynningum um ofbeldi var hlutfall tilkynninga árið 2010 þar sem um heimilisofbeldi var að ræða 4,0%, en 2,9% á árinu 2009.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem borinn er saman fjöldi tilkynninnga á milli áranna 2009 og 2010.

Þriðjungur vegna vanrækslu

Alls voru 30,5% tilkynninga árið 2010 vegna vanrækslu, en 34,7% árið 2009.

Hlutfall tilkynninga um ofbeldi árið 2010 var 21.6%, en 18,5% árið 2009.

Hlutfall tilkynninga árið 2010 vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var 0,6%, en 0,4% árið 2009.

Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Barnaverndarstofu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×