Innlent

Bensínið hækkar enn frekar

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Olíufélögin hækkuðu eldsneytisverðið enn í gær, bensínlítrann um fjórar krónur og dísillítrann um fimm krónur.

Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu á stórum stöðvum er kominn upp í tæpar 227 krónur.

Dísillítrinn kostar nú 232 krónur, eða um það bil fimm krónum meira en bensínið.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sagði aðspurður á Alþingi í gær, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hækkandi olíuverði, að hátt eldsneytisverð hér eigi að verða hvatning til að hraða þróun innlendra orkugjafa, en gat ekki um að opinber gjöld á eldsneyti yrðu lækkuð.

Hann sagðist ætla að setja á stofn nefnd fjögurra ráðuneyta til að fara yfir olíu- og bensínverð í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×