Innlent

Fjárhús og hlaða brunnu til kaldra kola

Gömul fjárhús og hlaða, að bænum Hurðarbaki í Svínadal, eyðilögðust í eldi, sem kom upp í húsunum um kvöldmatarleitið í gærkvöldi.

Engar kindur voru í húsunum, sem hafa verið nýtt sem haughús fyrir kjúklingabú á bænum.

Slökkvilið frá Akranesi og Borgarnesi komu á vettvang, en slökkvistarf gekk erfiðlega vegna hvassviðris, sem magnaði eldinn.

Hann gaus upp aftur og aftur en var slökktur eftir tveggja klukkustunda slökkvistarf.

Slökkviliðsmenn stóðu vakt á brunastað fram eftir nóttu til öryggis. Eldsupptök eru ekki ljós, en í fyrstu lítur út fyrir að sjálfsíkveikja hafi orðið í húsunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×