Innlent

Vill ræða málefni bænda vegna mengunar í Engidal og Skutulsfirði

Sigurður Ingi.
Sigurður Ingi. Mynd/Stefán Karlsson
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur brýnt að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis komi saman og ræði sérstaklega stöðu bænda í Engidal og Skutulsfirði vegna díoxínmengunar. Ríkið hefur bannað sölu afurða frá þeim bændum líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær.

„Ríkisvaldið getur ekki setið hjá í þessu máli og látið tjónþolanna eina um að þurfa að sækja sinn rétt án þess að fyrir liggi skýr stefna um opinbert aðgerðaplan í sambærilegum málum. Þá er nauðsynlegt að fara yfir aðgerðir og ákvarðanir ríkisstofnanna í málinu og hvaða afleiðingar ákvarðanir þeirra eða aðgerðaleysi hafa valdið," segir beiðni Sigurðar Inga.

Hann vill að á fundinn verði boðaðir fulltrúar Bændasamtakanna, Matvælastofnunar og ráðuneytis sjávarútvegs- og landbúnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×