Innlent

Regnbogafáninn í Hvera­gerði út­bíaður hatursorðræðu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.
Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann. vísir/vésteinn

Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu.

„Í gær var regnboginn málaður í Hveragerði með gleði og ástríðu - til áminningar um að öll eiga rétt á frelsi, viðkenningu og frið. Annað verður aldrei liðið. Hatrið út!“ segir Pétur Markan bæjarstjóri Hveragerðis í Facebook-færslu.

Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn

„Þetta blasti síðan við í morgun. Það þýðir aðeins eitt, regnboginn verður gerður stærri og bjartari - skínandi fallegur. Í morgun vorum við áminnt um að baráttan heldur áfram.“

Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn

Að sögn Péturs munu bæjaryfirvöld og bæjarbúar mæta hatrinu með kærleika.

„Í Hveragerði gefum við þeim blóm sem haga sér svona, rétt eins og Hörður Torfa söng um.“

Klippa: Hatursorðræða á regnbogagötu í Hveragerði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×