Innlent

Vilja að kvótinn verði tímabundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA. Mynd/ Stefán.
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA. Mynd/ Stefán.
Samtök atvinnulífsins leggja til að gerð verði sú grundvallarbreyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu að í stað þess að afnot aflahlutdeildar séu ótímabundin verði gerðir samningar á milli ríkisins og útgerða um tímabundin afnot útgerða af aflahlutdeild.

Samtök atvinnulífsins leggja til að afnotatími útgerða af aflahlutdeild verði til að minnsta kosti 35 ára. Samningarnir feli í sér að þegar hluti samningstímans er liðinn, til að mynda. þegar hann verður hálfnaður, þá hafi útgerðir rétt til framlengingar þannig að jafn langur tími og liðinn er bætist við þann tíma sem eftir er. Með þessu móti væri tekið upp sambærilegt fyrirkomulag í sjávarútvegi og tillögur hafa verið um varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.

Samtök atvinnulífsins leggja til að lagaákvæði um veiðigjald verði tekin til endurskoðunar þannig að stofn þess verði hagnaður útgerðarinnar í stað reiknaðrar framlegðar eins og nú er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×