Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir grunuðum níðingum tekin á morgun

MYND/Heiða
Ákvörðun um að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa beitt átta ára gamlan son annars þeirra grófu kynferðislegu ofbeldi verður tekin á morgun.

Mennirnir voru handteknir síðastliðinn fimmtudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem rennur út á morgun. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki sé búið að ákveða hvort farið verði fram á frekara gæsluvarðhald yfir mönnunum, sú ákvörðun verði tekin á morgun áður en gæsluvarðhaldið renni út.

Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en mennirnir eru á fertugsaldri og um fimmtugt. Málið barst til lögreglu frá Barnaverndarnefnd Kópavogs og við húsleitir heima hjá þeim fundust fíkniefni auk þess sem hald var lagt á tölvur beggja. Grunur leikur á að misnotkunin hafi staðið í nokkurn tíma og að brotin hafi verið mjög gróf að því er fram kemur í blaðinu.

Móðir drengsins hefur þurft að flýja með drenginn af heimilinu ásamt núverandi sambýlismanni, vegna ítrekaðra hótana frá mönnunum tveimur.


Tengdar fréttir

Þurftu að flýja með litla drenginn vegna hótana

Móðir drengs á áttunda ári, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur.

Taldir hafa misnotað lítinn dreng gróflega

Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×