Innlent

Leita fingrafara á hótunarbréfi

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.
Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.
Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir tæknideild lögreglunnar nú vinna að rannsókn á hótunarbréfi gegn tuttugu fyrrverandi ráðherrum. Bréfið barst inn um lúgu á ritstjórnarskrifstofum DV í gær. Í því eru ráðherrarnir tuttugu, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa lýst opinberlega stuðningi við Icesavesamningana, hvattir til þess að fá sér lífverði sem fyrst.

Lögreglumenn lögðu hald á bréfið um miðjan dag í gær og vinnur tæknideildin nú meðal annars að því að finna fingraför á bréfinu. Friðrik segir rannsókn þó stutt á veg komin en hann sagði í samtali við fréttastofu í gær að hótunin væri ekki mjög trúverðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×