Innlent

Eldur laus á Ísafirði í nótt

Eldur gaus upp á geymslusvæði á Suðrutanga í Neðsta kaupstað á Ísafirði á þriðja tímanum í nótt og kallaði lögregla slökkvilið á vettvang.

Þar logaði glatt í veiðarfærum, en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í stórann dekkjabing, í eigu hafnarinnar, sem notar dekkinn utan á bryggjurnar.

Blanka logn var þegar þetta gerðist þannig að reykmökkinn lagði ekki yfir bæinn, heldur beint upp. Slökkvistarf gekk vel, en tjónið verður metið í birtingu. Svæðið er opið og leikur grunur á að kveikt hafi verið í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×