Innlent

Kynferðisbrotamál - framburður unglingsstúlku ekki nóg

Karlmaður sýknaður
Karlmaður sýknaður
Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku. Dómari taldi framburð unglingsstúlku ekki fullnægjandi til þess að sakfella manninn, sem var drukkinn þegar atvikið átti sér stað.

Stúlkan var að gista hjá vinkonu sinni umrædda nótt. Hún sagðist hafa vaknað við óboðinn gest í rúminu sem var að káfa á brjósum hennar og kynfærum.

Karlmaðurinn var einnig gestkomandi í húsinu. Hann taldi að hann og kona hans ættu að sofa í herberginu þar sem stúlkurnar sváfu. Samkvæmt frásögn hans kom hann drukkinn inn í herbergið um nóttina og hélt að þar svæfi kona hans. Hann skreið upp í rúmið og lagði höndina yfir manneskjuna sem þar lá.

Niðurstaða dómstólsins er sú að ekki hafi tekist að sanna með fullnægjandi hætti að maðurinn hafi í raun leitað nokkuð á stúlkuna. Ekki lágu nein sönnunargögn fyrir önnur en frásögn þeirra beggja. Því hafi orð staðið gegn orði og ekki hafið yfir skynsamlegan vafa hvort atburðirnir hafi átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×