Innlent

Grunur um samráð gosdrykkjaframleiðenda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Grunur um samráð keppinauta leiddi til þess að Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í dag húsleit hjá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirltiinu.

Í tilkynningu sem Ölgerðin birti á vefsíðu sinni í dag kom fram að aðgerð Samkeppniseftirlitsins hafi tekið skamman tíma og ekkert hafi verið látið uppi um ástæður hennar.

Hið sama sagði Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Vífilfelli, í samtali við Vísi. Menn frá Samkeppniseftirlitinu hafi einfaldlega komið á skrifstofuna og fengið að afrita gögn. „Hérna teljum við okkur ekki hafa neitt að fela hvað slikt varðar," segir Guðjón í samtali við Vísi.

Vísir hefur reynt að ná tali af forstjóra Samkeppniseftirltisins í dag, án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×