Innlent

Vinstrimenn á Skaganum vilja Ásmund Einar burt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG.
Félagar í VG á Akranesi skorar á Ásmund Einar Daðason, þingmann VG, að segja af sér sem þingmaður þar sem hann hafi fyrirgert trausti þeirra sem kusu lista VG við síðustu þingkosningar. Þetta segir ályktun sem félagsfundur VG á Akranesi samþykkti í gær og var birtur á vef Skessuhorns.

„Félagsfundur VG á Akranesi, sem haldinn var 18. apríl sl, harmar þá afstöðu sem þrír þingmenn flokksins hafa tekið með því að greiða atkvæði með vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkistjórn sem Vinstri-hreyfingin grænt framboð á aðild að," segir í ályktuninni.

Fundurinn samþykkti að fela stjórn VG á Akranesi að boða sem fyrst til fundar með öllum þingmönnum VG í kjördæminu til að fara yfir þá stöðu sem nú er komin upp.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×