Innlent

Níu prósent eldri borgara í vistrýmum

Árið 2010 bjuggu rúm 21% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra.
Árið 2010 bjuggu rúm 21% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Mynd/Róbert
Alls bjuggu 3.144 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember í fyrra og hafði þeim þá fækkað um 47 frá árinu 2009. Konur voru rúm 64% allra vistmanna.

Um 9% 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember 2010. Þetta hlutfall var rúm 10% á landsbyggðinni en rúm 8% á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2010 bjuggu rúm 21% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Það átti við um rúm 17% karla á þessum aldri og rúm 24% kvenna.

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2010.

Samantektin sýnir að í desember voru vistrými alls 3.125, þar af voru hjúkrunarrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum 2.217 eða 70,9% allra vistrýma.

Á milli áranna 2009 og 2010 fækkaði rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 168. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 70 og hjúkrunarrýmum um 98, en rýmum á heilbrigðisstofnunum fækkaði um 76 á sama tíma.

Árið 2010 voru rúm 54% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu, en tæp 46% annarsstaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×