Innlent

Borgaryfirvöld falli frá sameiningum

Leikskólastjórnendur þeirra skóla sem til stendur að sameina í Reykjavík hafa sent borgarstjóra, borgarfulltrúum og sviðsstjóra leikskólasviðs bréf þar sem þeir krefjast þess að fallið verði frá sameiningu leikskólanna.

Bera þeir meðal annars við að verið sé að sameina skóla með gjörólíka stefnu og hugmyndafræði.

Leikskólastjórnendurnur segja að hæpið sé að rökstyðja sameiningarnar með vísan í lögum um leikskóla þar sem kemur fram í greinargerð að heimild til sameiningar og samrekstrar sé hugsuð fyrir fámenn sveitarfélög.

„Við sjáum ekki hvernig Reykjarvíkurborg geti borið við fámenni og teljum því að um siðlausa misnotkun á lögunum sé að ræða," segir í áskoruninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×