Innlent

Sameiningatillögur í skólakerfinu samþykktar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarráð. Mynd/ GVA.
Borgarráð. Mynd/ GVA.
Á fundi borgarráðs í morgun var tillögur um samrekstur í skólaumhverfi Reykjavíkur afgreiddar. Tillögurnar verða einnig til umræðu og afgreiðslu á fundi borgarstjórnar á morgun. Hugmyndirnar mæta harðri andstöðu hjá minnihlutanum í borgarstjórn.

Sjálfstæðismenn segja að ítrekað hafi verið kvartað undan skorti á samráði vegna þess óvandaða vinnulags sem viðhaft hafi verið vegna tillagna um sameiningar í skólakerfinu. Á lokametrum þessarar vinnu séu svo lagðar fram umfangsmikilar breytingartillögur á yfirstjórn á menntasviði og ÍTR.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, segir að ljóst sé að faglegur ávinningur af sameiningunum verði enginn. Leikskólar verði færri og einsleitari, stjórnun þeirra muni taka miklum breytingum og miða meira að rekstri en vellíðan og menntun barnanna. Gassagangurinn sé mestur gagnvart þeim og muni öll starfsemin augljóslega líða fyrir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×