Innlent

Kristín í stjórn Samtaka evrópskra háskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur verið kjörin í stjórn Samtaka evrópskra háskóla til næstu fjögurra ára. Samtökin eru helsti samvinnu- og samráðsvettvangur evrópskra háskóla.  Aðild að samtökunum eiga 850 háskólar í 46 þjóðlöndum en valnefnd á vegum samtakanna leitaði til Kristínar um að mega tilnefna hana til stjórnarkjörs.

Stjórnarkjörið fór fram á tíu ára afmælisfundi samtakanna í Árósum í Danmörku, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ávarpaði ársfundinn og sagði þar meðal annars, að Danmörk stefndi að því að eiga háskóla í hópi þeirra 10 bestu í heimi fyrir árið 2020.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×