Innlent

BUGL fær allt að 500 mál á ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barna- og unglingadeild Landspítalans. Mynd/ ÞÖK.
Barna- og unglingadeild Landspítalans. Mynd/ ÞÖK.
Um 400 - 500 ný mál hafa borist á ári hverju inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans allt frá árinu 1998.

Bið eftir fyrstu komu á göngudeild getur verið mjög breytileg. Bráðamál bíða ekki og eru strax metin af bráðateymi. göngudeildarmálum er raðað eftir forgangsröð. Sumum er sinnt innnan þriggja mánaða en sumir þurfa að bíða allt upp í eitt ár. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um málið á Alþingi.

Samkvæmt svarinu eru alls rétt rúmlega 100 börn á biðlista eftir þjónustu á BUGL um þessar mundir. Þar af eru 15 börn á biðlista barnadeildar, 12 börn á biðlista bráðamótttökudeildar unglinga og 79 börn á biðlista göngudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×