Innlent

Mikil óvissa um hvernig rekstur Sólheima verður tryggður

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Sólheimar skora á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan.

Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulag vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Engin tillaga hefur verið lögð fram að hálfu Árborgar um lausn málsins.

Í tilkynningu sem fulltrúaráð Sólheima sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×