Innlent

Eftirför á Suðurnesjum

Ökumaður á þrítugsaldri setti sjálfan sig og vegfarendur í stórhættu á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærkvöldi þegar hann sinnti ekki beiðni lögreglu um að stöðva bifreið sína.

Lögreglan var að mæla hraða bifreiða á brautinni í gær og þegar umræddur ökumaður mældist of hratt hugðist lögreglan sekta hann. En hann gaf þá frekar í og hófst þá um hálftíma eftirför sem endaði í Sandvík á Reykjanesinu, þegar lögreglan náði að króa hann af.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er talið að ökumaðurinn hafi hraðast ekið á annað hundrað kílómetra hraða en nokkrir lögreglubílar skemmdust lítillega í eftirförinni. Hann var handtekinn og gisti fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður síðar í dag. Hann er ekki grunaður um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×