Innlent

Krakkarnir á Stjórnlögum unga fólksins með sterkar skoðanir

Frá þinginu í morgun.
Frá þinginu í morgun. Mynd/Bergsteinn
Stjórnlög unga fólksins standa nú yfir í Iðnó en þar eru yfir 40 unglingar víðsvegar af landinu að ræða stjórnarskránna og hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá á henni. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, setti þingið klukkan hálf tíu í morgun.

Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri hjá UNICEF, segir að þingið gangi vonum framar. „Umræðurnar hafa verið mjög líflegar og í morgun ræddu krakkarnir meðal annars um hlutverk forsetans og lögðu fram sínar skoðanir á því hvert það ætti að vera. Þau spjölluðu einnig um löggjafar- og framkvæmdavaldið og næst er það dómsvaldið," segir hann og tekur fram að unglingarnir séu skarpir og hafi mjög sterkar skoðanir.

Margir unglinganna eru komnir langt að, svo sem frá Fjarðarbyggð, Norður-Þingi og Ísafirði.

Þinginu lýkur svo klukkan 16 í dag.

Þingið er liður í verkefninu Stjórnlög unga fólksins en að því stendur UNICEF, Umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg. Markmiðið er að rödd barna og ungmenna fái að heyrast þegar stjórnarskráin verður endurskoðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×