Innlent

Elísabet og Gunnar með tónleika í Seltjarnarneskirkju í dag

Seltjarnarneskirkja
Seltjarnarneskirkja Mynd/E.ÓI
Hörpuleikarinn Elísabet Waage og sellóleikarinn Gunnar Kvaran halda tónleika í Seltjarnarneskirkju klukkan 17 í dag. Tónleikarnir eru á vegum Listvinafélags kirkjunnar.

Gunnar og Elísabet eru bæði þjóðþekkt fyrir miklar tónlistargáfur og heillandi hljóðfæraleik, segir í tilkynningu frá Listvinafélaginu. „Þau hafa starfað saman um langa hríð, stopult frá árinu 1993 en reglulega nú í næstum áratug. [...] Það er ómetanlegt að fá nú tækifæri til að hlýða á þau leika hin undurfögruverk sem eru á þessari tónleikaskrá.“

En á meðal verka sem þau leika í dag eru: F. Couperin - Pieces en concert, John Speight - Visions Fugitives og J.S. Bach - Sarabande úr Svítu nr. 3 í C-dúr fyrir einleiksselló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×