Innlent

Með 50 cm rörbút í átökum við dyraverði

Frá Eyjum
Frá Eyjum
Ölvuðum og mjög æstum manni var vísað út af skemmtistaðnum Lundinn í Vestmannaeyjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kom maðurinn sér strax í áflog fyrir utan staðinn og þegar hann reyndi að komast inn á staðinn var honum að lokum vísað frá.

Maðurinn lét sér ekki segjast og fór þá á bak við skemmtistaðinn og braut þar rúðu og reyndi að komast inn. Það gekk ekki upp hjá honum og kom hann þá aftur fyrir framan skemmtistaðinn og var þá með 40 til 50 sentimetra rörbút sem hann fann bak við skemmtistaðinn. Hann braut plexigler á hurðinni að framanverðu og í átökum við dyraverði brotnaði gleraugnaumgjörð hjá einum þeirra.

Maðurinn var handtekinn og gistir hann nú fangageymslu hjá lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag þegar að víman er runnin af honum. Vaktstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að fyrr um nóttina hafi sami maður ráðist á annan mann í heimahúsi og veitt honum áverka og hafi sá þurft að leita sér aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×