Innlent

Orðaskipti Ólínu og Ástu Ragnheiðar - myndband

Líkt og fram kom á Vísi fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í morgun. Ólína sakaði flokkssystur sína um valdbeitingu við fundarstjórn. Hægt er að sjá myndband frá samskiptum þeirra hér.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slær í brýnu með Ólínu og Ástu Ragnheiðar á þingfundi en skemmst er að minnast þegar Ásta Ragnheiður rak Ólínu úr ræðustól í júlí 2009.   Atvikið í morgun átti sér þegar Ólína krafðist þess að fá að taka til máls milli dagskráliða til að svara ræðu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks.






Tengdar fréttir

Upp úr sauð milli Ólínu og Ástu Ragnheiðar

Það voru snarpar umræður um störf forseta Alþingis á þingfundi í morgun. Ólína Þorvarðardóttir sté í pontu og gerði athugasemd við málflutning Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún taldi að hefði borið á sig sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×