Innlent

Ís innkallaður úr verslunum

Um er að ræða Bragaref í 2L boxum og 125 ml. Daim toppa í lausu.
Um er að ræða Bragaref í 2L boxum og 125 ml. Daim toppa í lausu.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ákveðið að innkalla úr verslunum vörurnar Emmessís Bragðaref og Daim toppa í lausu þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á umbúðum þeirra.  

„Ekki kemur fram í innihaldslýsingu á umbúðum varanna að þær innihaldi hnetur (möndlur) og sojalesitín. Hnetur, soja og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla,“ segir tilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Um er að ræða Bragaref í 2L boxum og 125 ml. Daim toppa í lausu.

Í tilkynningunni er tekið fram að vörurnar séu skaðlausar fyrir þá sem ekki séu viðkvæmir fyrir hnetum og soja eða afurðum úr því.  Vörurnar sem vanmerktar eru með tilliti til ofnæmis- og óþolsvalda skulu ekki vera í dreifingu eftir 15. apríl. Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir hnetum og soja eða afurðum úr því eru beðnir um að farga þeim.

Nánari upplýsingar gefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í síma 411-1111.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×