Innlent

Sóley gagnrýnir virkjanaáform Orkuveitunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóley Tómasdóttir gagnrýnir áform um Hverahlíðavirkjun.
Sóley Tómasdóttir gagnrýnir áform um Hverahlíðavirkjun.
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til könnunarviðræðna við Landsamband lífeyrissjóða um fjármögnun og/eða eignarhald á Hverahlíðarvirkjun. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, um að málinu yrði frestað og það tekið til umfjöllunar af hálfu eigenda var felld og málið samþykkt með mótatkvæði Vinstri grænna.

Sóley segir að þó þegar hafi verið lagðir um það bil 4 milljarðar króna í undirbúning Hverahlíðarvirkjunar sé ljóst að hátt á þriðja tug milljarða þurfi til að hún verði að veruleika. „Orkuveita Reykjavíkur hefur enga burði til að bæta slíkum upphæðum í lánasafn sitt og ekki verður séð að ríkir almannahagsmunir krefjist þess,“ segir Sóley.

Sóley segir að þvert á móti sé nauðsynlegt að fyrirtækið sýni aukna ábyrgð í meðferð fjármuna nú þegar borgarbúar hafi hlaupið undir bagga til að koma því aftur á réttan kjöl eftir gassagang og áhættusækni undanfarinna ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×