Innlent

Starfsmaður íhaldshóps kærður fyrir fjárdrátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn hafði aðstöðu í Valhöll. Mynd/ Pjetur.
Maðurinn hafði aðstöðu í Valhöll. Mynd/ Pjetur.
Starfsmaður á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins hefur verið kærður vegna gruns um stórfelldan fjárdrátt. Samkvæmt heimildum Vísis nemur fjárdrátturinn milljónum króna og hefur staðið yfir frá árinu 2009. Starfsmaðurinn var fulltrúi í svokölluðum íhaldshóp Norðurlanda.

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins kemur fram að starfsmaðurinn hafði aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þar vöknuðu grunsemdir um misferli við athugun á reikningum vegna starfsemi íhaldshópsins. Um er að ræða fjármuni Norðurlandaráðs.

Málið hefur verið kært til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×